Upptaka af kynningarfundinum aðgengileg hér.
Þann 1. febrúar klukkan 13.00 fer fram opinn kynningarfundur á leiðbeiningum Umhverfisstofnunar og Matvælastofnunar um flokkun úrgangs frá flutningstækjum í alþjóðlegri umferð. Fundurinn verður haldinn rafrænt í gegnum Teams.
Á fundinum munu fulltrúar Umhverfisstofnunar og Matvælastofnunar fara stuttlega yfir innihald leiðbeininganna og í kjölfarið verður spurt og svarað þar sem fulltrúar Umhverfisstofnunar, Matvælastofnunar, Úrvinnslusjóðs og Endurvinnslunar hf. munu sitja fyrir svörum um efni leiðbeininganna og praktísk atriði.
Fundurinn er opinn öllum en hagaðilar eru sérstaklega hvattir til að sækja fundinn og nýta sér efni leiðbeininganna. Nánar má lesa um leiðbeiningarnar í frétt frá því í desember 2022 en leiðbeiningarnar og spurningar um vafaatriði má nálgast með því að smella hér.