Samræmdar merkingar

Í lögum um meðhöndlun úrgangs (10.gr) kemur fram að nota skuli samræmdar merkingar við meðhöndlun úrgangs fyrir a.m.k. úrgangstegundirnar pappír og pappa, málma, plast, gler, lífúrgang, textíl og spilliefni. Útfærslan er útlistuð nánar í reglugerð um meðhöndlun úrgangs (12. gr). Þar er merkingarskyldan tengd við samræmdar norrænar flokkunarmerking sem FENÚR hefur gefið út. 

Skyldan um samræmdar merkingar nær til merkinga á úrgangsílátum og upplýsingagjöf úrgangsmeðhöndlunaraðila. Skyldan nær ekki til vöru- og umbúðamerkinga. Umhverfisstofnun mælir eindregið með að framleiðendur og innflutningsaðilar noti þessar sömu merkingar til að merkja umbúðir og aðrar vörur til þess að auðvelda handhöfum úrgangs að koma honum í réttan farveg. 

FENÚR þýddi og staðfærði samræmda norræna merkingakerfið fyrir úrgang. Merkingarnar byggja á dönskum úrgangsmerkingum og norrænu samstarfi um samræmdar merkingar í úrgangsmálum. Í kerfinu er gert ráð fyrir að ílát geti haft eina eða fleiri merkingu.

Samræmdu flokkunarmerkingarnar má nálgast á heimasíðu FENÚR – sjá hér.

Garðaúrgangur

Matarleifar

Nytjahlutir

Pappír

Pappi

Gler

Byggingaúrgangur

Raf- og rafeindatæki

Áhættuúrgangur

Plast og gúmmí

Málmar

Blandaður úrgangur