
- Virka daga: 09:00 - 15:00
- 591-2000
- ust@ust.is
- Virka daga: 09:00 - 15:00
- 591-2000
- ust@ust.is
Í lögum um meðhöndlun úrgangs (10.gr) kemur fram að nota skuli samræmdar merkingar við meðhöndlun úrgangs fyrir a.m.k. úrgangstegundirnar pappír og pappa, málma, plast, gler, lífúrgang, textíl og spilliefni. Útfærslan er útlistuð nánar í reglugerð um meðhöndlun úrgangs (12. gr). Þar er merkingarskyldan tengd við samræmdar norrænar flokkunarmerkingar sem FENÚR hefur gefið út.
Merkingarnar byggja á dönskum úrgangsmerkingum og norrænu samstarfi um samræmdar merkingar í úrgangsmálum. Í kerfinu er gert ráð fyrir að ílát geti haft eina eða fleiri merkingu.
Samræmdu flokkunarmerkingarnar má nálgast á heimasíðu FENÚR – sjá hér.
Samnorrænu flokkunarmerkingarnar eru ætlaðar til merkinga á úrgangsílátum við heimili og vinnustaði, á grenndarstöðvum, endurvinnslustöðvum, á ruslabiður í almenningsrýmum og á umbúðir.
Kostir sameiginlegs kerfis fyrir flokkunarmerkingar fela í sér betri aðstæður til að flokka úrgang rétt. Kerfið gerir almenning öruggari í flokkun þar sem sömu merkingar gilda um allt land þó að söfnun geti verið breytileg.
Öllum framleiðendum stendur til boða að nýta flokkunarmerkingarnar á umbúðir enda er kerfið gjaldfrjálst og öllum aðgengilegt. Umhverfisstofnun mælir eindregið með að framleiðendur og innflutningsaðilar noti samnorrænu flokkunarmerkingarnar á umbúðir þó að lagaleg skylda á notkun þeirra sé engin. Framleiðendur geta á auðveldan hátt sýnt ábyrgð með réttum merkingum sem einfalda handhöfum úrgangs að koma honum í réttan farveg, allt frá kaupum til flokkunar.
Framleiðendur sem vilja kynna sér hönnunarstaðal merkinganna er bent á þessar leiðbeiningar frá EUPicto.