Flokkun heimilisúrgangs

Hvað má fara í hvern flokk heimilisúrgangs og hvað má ekki fara? 

Að mörgu þarf að huga við flokkun. Oft er vandasamt að finna út úr hvaða flokki úrgangurinn tilheyrir enda erum við með ógrynni ólíkra efna í kringum okkur. Mikilvægt er að hreinsa umbúðir vel áður en þær rata í flokkunartunnur, bæði til að fyrirbyggja ólykt og auðvelda fyrir endurvinnslu. Eins er mikilvægt að fara með rúmfrekan úrgang á söfnunar- eða móttökustöðvar svo hann taki ekki pláss í tunnum og fái viðeigandi meðhöndlun.

Leiðbeiningarnar hér fyrir neðan eru almennar en ekki tæmandi. Mikilvægt er að athuga hjá sínu sveitarfélagi og sorphirðuaðila hvernig flokkun og hirðu sé háttað á hverjum stað fyrir sig.

Matarleifar

Í tunnu fyrir matarleifar má fara: Ávextir og ávaxtahýði- og börkur – grænmeti og grænmetishýði – egg og eggjaskurn – eldaðir kjöt- og fiskafgangar – mjöl – hrísgrjón og pasta – brauð og kökur – kaffifilterar – kaffikorgur – tepokar - tannstönglar úr tré - eldhúsbréf – munnþurrkur - servíettur – korktappar – laufblöð af pottaplöntum – afskorin blóm

Ekki setja í tunnuna*: Tyggjó – lífplast – hrátt kjöt og hráan fisk – kattasand – grófan garðaúrgang – bómul

*Efni sem eru ekki lífræn eiga ekki heima í tunnu fyrir matarleifar. Einnig umbúðir sem eru merktar niðurbrjótanlegar (t.d. lífplast) þar sem þær brotna ekki nægjanlega hratt niður í iðnaðarjarðgerð og henta því ekki í moltu.

Pappír og pappi

Í tunnu fyrir pappír og pappa má fara: Dagblöð – umslög – gluggaumslög – skrifstofupappír – bæklingar – kassakvittanir – hreinar og þurrar mjólkurfernur – gjafapappír – gluggaumslög – eggjabakkar – post it miðar –morgunkornspakkar – klósettrúllur - millispjöld af vörubrettum – hreinlegir pizzakassar - pappakassar

Ekki setja: Samsettar umbúðir af pappa og plasti nema taka þær í sundur - óhreinan pappír - munnþurrkur og eldhúsbréf – bökunarpappír

Plast

Í tunnu fyrir plast og plastumbúðir má fara: Plastpokar – plastbrúsar – plastdósir – plastfilma – plastumbúðir – plastbakkar – plastflöskur – plastlok - frauðplast umbúðir – plaströr

Ekki setja: Rúmfrekt plast (farið með það á móttökustöð) – lífplast – raftæki – blöðrur – gúmmí

Málmumbúðir

Í tunnu fyrir málmumbúðir má fara: Niðursuðudósir – aðrar umbúðir úr málmi - málmlok af krukkum - sprittkertabikarar – álpappír t.d. af skyr- og jógúrtdósum – hefti – gormar – skrúfur - bréfaklemmur

Ekki setja: Raftæki – rafhlöður – snakkpoka

Gler

Í tunnu fyrir gler má fara: Hreinar umbúðir úr gleri, s.s. krukkur, flöskur ekki með skilagjaldi – aðrir ónýtir glermunir

Ekki setja: Postulín – leirvörur – lok af glerumbúðum – spegla – flísar

Textíll

Í gáma fyrir textíl má fara: Fatnaður – lín – handklæði – áklæði – tuskur – dúkar – skór – gardínur – aðrar vefnaðarvörur

Ekki setja: Skítugan textíl eða mengaðan – húsgögn

Spilliefni

Dæmi um spilliefni: Rafhlöður – lítil raftæki – prenthylki – úðabrúsar – ljósaperur – málning – leysiefni – rafgeymar – lyfjaleifar – kveikjarar

Skilagjaldsskyldar umbúðir

Endurvinnslan hf. sér um móttöku á skilagjaldsskyldum umbúðum víða um land. Skilagjaldsskyldum umbúðum má einnig koma í söfnunargáma góðgerðar- og íþróttasamtaka, björgunarsveita eða Grænna skáta sem nýta ágóðann í starfsemi sína.

Blandaður úrgangur

Í tunnu fyrir blandaðan úrgang má fara: Einnota bleyjur – tyggjó – blautþurrkur – ryksugupokar – plástrar – eyrnapinnar – svampar – límband – sellófan – annar úrgangur sem er skítugur eða að öðru leyti óendurvinnanlegur

Annar úrgangur

Allan rúmfrekan og annan heimilisúrgang skal koma til endurnýtingar og endurvinnslu á söfnunar- og móttökustöðvar, til dæmis: Húsgögn – raftæki – garðaúrgang – kertavax

Lyfjum og umbúðum utan af þeim (t.d. pilluspjöld) má skila til apóteka sem sjá um eyðingu. Ytri umbúðum sem hafa ekki verið í snertingu við lyfin má setja í endurvinnslutunnur.