Úrgangstölfræði - mælaborð

Mælaborðið byggir á bestu aðgengilegu gögnum hverju sinni.

Síunarleiðbeiningar

  • Sía eftir gefnum síum (Ár, Sveitarfélag, Meðhöndlun úrgangs, o.s.frv.).
    • Fyrir sumar síur er hægt að velja fleiri en einn valmöguleika.
    • Sumar síur „ferðast“ með þegar farið er á milli síðna. 
  • Velja stöpla, skífur eða gildi í gröfum. 
    • Með því að halda inni „Ctrl“ er hægt að velja nokkra stöpla eða gildi.
  • Með því að smella á „Hreinsa síur“ þá er mælaborðið núllstillt.
    • Einnig er hægt að af-velja það sem hefur nú þegar verið valið.

Yfirflokkar úrgangs

  • Stýrast af ákveðnum úrgangsflokkum.
  • Þegar yfirflokkur úrgangs er valinn, þá uppfærist sían fyrir úrgangsflokkana.
    • Þannig er hægt að skoða hvaða úrgangsflokkur tilheyrir hvaða yfirflokki.

Annað

  • Með því að færa bendil yfir gröf má sjá ítarupplýsingar um stöpla, skífur o.fl. 
  • Fyrir öll gröf, þá er hægt að hægri-smella og velja „show as table“. 
  • Í sumum gröfum er hægt að fletta upp/niður eða til hliðar. 
  • Á úrgangskortinu er hægt að stækka/minnka kortið með því að fletta upp/niður, og færa kortið til með bendlinum.
Skýring á endurvinnsluhlutfalli pappa- og viðarumbúða

Of hátt endurvinnsluhlutfall pappa- og viðarumbúða má rekja til vanmats á því sem er sett á markað, en endurvinnsluhlutfall er reiknað út frá því magni sem fer í endurvinnslu og sem er sett á markað af viðkomandi umbúðum.

Úrvinnslusjóður reiknar magn þess sem er sett á markað, með reiknilíkani sem tekur mið af innflutningi og innlendri framleiðslu. Reiknilíkanið tekur ekki innfluttar flutningsumbúðir inn í myndina þegar það eru engar söluumbúðir.

Mikið magn af vörum eru fluttar inn án söluumbúða en þá fylgja alltaf einhverjar flutningsumbúðir, t.d. pappakassar og viðarbretti sem flytja umbúðalausa ávexti. Þessar flutningsumbúðir skila sér í endurvinnslu en ekki í það sem er sett á markað, og skekkir því endurvinnsluhlutfallið. 

Unnið er að því að leiðrétta þessi endurvinnsluhlutföll. 

 

Ef einhverjar spurningar vakna má alltaf hafa samband við uos@uos.is