Úrgangsforvarnir

Hvað eru úrgangsforvarnir?

Úrgangsforvarnir eru ráðstafanir sem gerðar eru áður en efni, efniviður eða vara er orðin að úrgangi og draga úr magni úrgangs, neikvæðum áhrifum á umhverfið og heilbrigði manna vegna úrgangs sem hefur myndast og innihaldi skaðlegra efna. Úrgangsforvarnir miða meðal annars að því að vörur endist lengur, séu viðgerðarhæfar, draga úr notkun einnota vara, auka endurnotkun og að þjónusta eins og leigur á hlutum komi í stað eignarhalds.
 

Endurnotkun

Hvers kyns aðgerð þar sem vörur og íhlutir, sem ekki er úrgangur, eru notuð í sama tilgangi og þau voru ætluð til í upphafi. Það sem er endurnotað telst ekki úrgangur vegna þess að það var endurnotað í stað þess að handhafi losaði sig við efnið eða hlutinn. Endurnotkun eru dæmi um úrgangsforvarnir. Enska heiti þess er reuse.

Skýrslur og tenglar

  • Hvað er nýtt – Kortlagning á endurnotkun á Íslandi