Undirbúningur fyrir endurnotkun er hvers kyns aðgerðir, sem felast í skoðun, hreinsun eða viðgerð, þar sem vörur eða íhlutir þeirra, sem eru orðin að úrgangi, eru útbúin þannig að þau megi endurnota án annarrar forvinnslu. Dæmi um slíkar aðgerðir eru viðgerðir á notuðum húsbúnaði fyrir endursölu, glerflöskur sem eru hreinsaðar og notaðar aftur.