- Virka daga: 09:00 - 15:00
- 591-2000
- uos@uos.is
- Virka daga: 09:00 - 15:00
- 591-2000
- ust@ust.is
Í 6. gr. laga um meðhöndlun úrgangs nr. 55/2003 er sett fram skylda sveitarstjórna um að semja og staðfesta svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs. Áætlunin skal gilda til tólf ára í senn en meta skal á sex ára fresti hvort endurskoðunar sé þörf. Sveitarstjórnum er frjálst að vinna slíka áætlun einungis fyrir sveitarfélagið eða í samstarfi við fleiri sveitarfélög.
Frekari útfærslur og leiðbeiningar um gerð svæðisáætlana eru svo settar fram í 5. gr. reglugerðarnr. 803/2023 um meðhöndlun úrgangs.
Umhverfisstofnun hefur eftirlit með að svæðisáætlanir séu gerðar og leggur faglegt mat á efni þeirra. Sveitarfélög skila svæðisáætlunum til Umhverfisstofnunar í gegnum þjónustugátt. Samband íslenskra sveitarfélaga hefur svo haldið utan um útgáfu svæðisáætlana á heimasíðu sinni. Nánari upplýsingar má finna í Handbók um framkvæmd úrgangsstjórnunar og gagnlega tengla má finna í kassanum hér til hliðar.