Leiðbeiningar vegna skila á gögnum um meðhöndlun úrgangs

Á hverju ári safnar stofnunin gögnum yfir magn, tegundir, uppruna og ráðstöfun þess úrgangs sem fellur til í landinu, frá fyrirtækjum, sveitarfélögum og öðrum aðilum sem meðhöndla úrgang. 

Síðan árið 2017 hefur gagnagátt Umhverfisstofnunar tekið við þessum úrgangsgögnum í formi csv-skráa og eyðublaða, en frá árinu 2025 er einnig hægt að skila með API-tengingu. 

Nú hefur gagnagáttin verið uppfærð og gefnar út ítarlegar leiðbeiningar um notkun hennar.