- Virka daga: 09:00 - 15:00
- 591-2000
- ust@ust.is
- Virka daga: 09:00 - 15:00
- 591-2000
- ust@ust.is
Rekstraraðilum er skylt að flokka sinn rekstrarúrgang samkvæmt 10. gr. laga um meðhöndlun úrgangs. Rekstrarúrgang skal endurnýttur í samræmi við forgangsröðun við meðhöndlun úrgangs, samanber 11. gr. laganna. Þar sem rekstrarúrgangur fellur til í starfsemi stofnast skylda á viðkomandi rekstraraðila að flokka rekstrarúrganginn.
Sveitarstjórnir ákveða fyrirkomulag á söfnun rekstrarúrgangs innan sveitarfélags og bera ábyrgð á að farvegir fyrir allan úrgang sem fellur til innan sveitarfélagsins séu fyrir hendi. Rekstraraðili, sem rekstrarúrgangur fellur til hjá, ber ábyrgð á að sjá um flutning úrgangsins til meðhöndlunar. Í sumum tilfellum er um að ræða mjög sértækan rekstrarúrgang sem rekstraraðilar sjálfir eru best til þess fallnir að sjá um að ráðstafa, enda gæti þurft sérhæfða meðhöndlun.
Rekstrarúrgangur getur verið mjög mismunandi að eðli og samsetningu. Sem dæmi má nefna úrgang sem fellur til í landbúnaði, byggingar- og niðurrifsúrgang og úrgang sem fellur til í sérhæfðum iðnaði. Í sumum sveitarfélögum eru straumar rekstrarúrgangs margir og smáir en í öðrum tilfellum eru þeir fáir og stórir. Sveitarfélög hafa tiltekið forræði yfir rekstrarúrgangi og geta nýtt það til að úrgangsmeðhöndlun sé í samræmi við lög og stefnur stjórnvalda.