Önnur endurnýting

Hvað er önnur endurnýting?

Önnur endurnýting telst vera endurnýtingaraðgerð þar sem aðalútkoman er sú að úrgangur verður til gagns þar sem hann kemur í stað annars efniviðar sem hefði annars verið notaður. Slíkar aðgerðir skiptast annars vegar í fyllingu, og hins vegar í orkuendurnýtingu. Fylling er þegar úrgangur, sem er ekki spilliefni, er notaður til endurheimtar á graftarsvæðum eða á tæknilegan hátt við landmótun. Úrgangur sem er notaður í fyllingar verður að koma í staðinn fyrir efni sem er ekki úrgangsefni. Þegar úrgangur er nýttur í brennslu til orkunýtingar þarf að vera ljóst að aðrar meðhöndlunar leiðir skili ekki betri niðurstöðu fyrir umhverfið.