Nýtt mælaborð yfir úrgangstölfræði

22. júlí 2025

Umhverfis- og orkustofnun hefur gefur út nýtt mælaborð yfir úrgangstölfræði, og er það aðgengilegt hér:

Mælaborð | Úrgangur.is | Umhverfis- og orkustofnun

Þar er hægt að skoða nýjustu útgefnu tölur, bráðabirgðatölur fyrir árið 2024, hvernig úrgangsmagn og meðhöndlun hafa þróast á síðustu árum og kort yfir hvar úrgangurinn myndast á Íslandi.

Með síunarvalmöguleikum er hægt að skoða úrgangstölur aftur til ársins 2014 (eldri úrgangsgögn eru aðgengileg hjá Hagstofunni), niður á sveitarfélög, yfirflokka úrgangs (heimilisúrgangur, rekstrarúrgangur og úrgangur frá mannvirkjagerð), meðhöndlun úrgangs og tegund úrgangs.

Upplýsingarnar sem eru birtar í mælaborðinu eru réttustu upplýsingar hverju sinni.

Fleiri fréttir