- Virka daga: 09:00 - 15:00
- 591-2000
- uos@uos.is
- Virka daga: 09:00 - 15:00
- 591-2000
- ust@ust.is
Undirhópur um úrgang (oft nefndur úrgangshópurinn), undir norræna hópnum um hringrásarhagkerfi (Nordic Circular Economy eða NCE) á vegum Norrænu ráðherranefndarinnar, vinnur með málefni sem tengjast meðhöndlun úrgangs og úrgangsforvarnir. Úrgangshópurinn sýnir frumkvæði að starfsemi og verkefnum innan málaflokksins.
Hópurinn vinnur meðal annars að átaksverkefnum til að draga úr matarsóun á Norðurlöndum, að draga úr losun á örplasti, að kanna leiðir til að mæla endurnotkun og til að bæta úrgangsstjórnun sveitarfélaga og úrgangstölfræði Norðurlandanna. Markmiðið er að vinnan í málaflokki úrgangs undir Norrænu ráðherranefndinni sé skýr, virk og faglega byggð.