- Virka daga: 09:00 - 15:00
- 591-2000
- ust@ust.is
- Virka daga: 09:00 - 15:00
- 591-2000
- ust@ust.is
Úrgangstölfræði er mikilvægur hlekkur í úrgangsstjórnun á Íslandi, en úrgangsstjórnun og markmiðasetning verður markvissari ef hún byggir á góðum gögnum. Þannig er hægt að fylgjsat með hversu mikið af úrgangi fellur til, frá hvaða sveitarfélagi hann kemur, hversu mikið skilar sér í endurvinnslu eða endurnýtingu og margt fleira.
Mikilvægi úrgangstölfræðinnar:
Úrgangstölfræði er safnað í gegnum gagnagátt Umhverfisstofnunar. Heildarmagn og ráðstöfun úrgangs er birt á mælaborði úrgangstölfræðinnar, allt aftur til ársins 2014. Einnig má þar sjá tölfræði ýmissa úrgangsflokka og markmið endurvinnslu og endurnýtingar.
Hagstofan notar gögn frá Umhverfisstofnun og birtir á vefsíðu sinni.
Áskorun hefur falist í því að fá áreiðanleg gögn um uppruna úrgangs. Eins og er, safnar Umhverfisstofnun magntölum úrgangs frá öllum lokameðhöndlunaraðilum. Það eru þeir aðilar sem sjá um lokameðhöndlun á úrganginum, eins og hvort að úrgangurinn sé endurunninn eða er nýttur sem fyllingarefni til að nefna sem dæmi. Úrgangstölfræði Íslands hefur því góð gögn um hversu mikið endar í lokameðhöndlun, og þá hvers konar meðhöndlun. Upp á vantar þó, að fá magntölur úrgangs frá þeim aðilum sem safna úrganginum og þeim sem meðhöndla úrganginn áður en hann fer í lokameðhöndlun, þ.e. það vantar gögn frá fyrstu- og millimeðhöndlunaraðilum. Með öðrum orðum, það vantar nákvæmari gögn yfir hversu mikið af úrgangi verður til, hvar hann verður til og hvaða leið hann fer þar til hann endar í lokameðhöndlun. Gögnin verða alltaf ófullnægjandi varðandi þessi atriði, þar til fyrstu- og millimeðhöndlunaraðilar byrja að skila magntölum úrgangs.
Umhverfisstofnun vinnur markvisst að því að bæta úrgangstölfræðina, sem stendur eru eftirfarandi umbætur sem ber helst að nefna: