Flokkun og endurvinnsla

Lykilatriði við að koma á fót öflugu hringrásarhagkerfi hér á landi er að fara að hugsa um úrganginn okkar sem hráefni sem við getum endurunnið aftur og aftur, en ekki efni til urðunar.

Íslenskt samfélag innleiðir ekki hringrásarhagkerfi nema það fari að líta á sig sem endurvinnslusamfélag. Við þurfum að draga úr myndun úrgangs, koma hlutum til endurnotkunar og flokka úrgang rétt svo hann nýtist til endurvinnslu.

Þrjú atriði eru mikilvæg fyrir því að hægt sér að endurvinna úrgang en þau eru:

Stutta svarið er allt.

Í upphafi ársins 2023 tóku gildi breytingar á úrgangsflokkun þannig að almenningur og atvinnulíf flokka nú heimilisúrganginn sinn í að minnsta kosti sjö úrgangsflokka. Sömu flokkunarreglur gilda alls staðar á landinu og notast er við samræmdar flokkunarmerkingar á ílát og gáma á grenndarstöðvum. Öll sveitarfélög eru að innleiða þetta kerfi um þessar mundir. Flokka skal heimilisúrgangi í a.m.k. sjö flokka: pappír og pappa, plast, lífúrgang, málma, gler, textíl og spilliefni.

Enn sem komið er flytjum við mest megnið af flokkuðum úrgangi til annarra landa þar sem hann fer til endurvinnslu og endurnýtingar. Margir spyrja sig hvort það borgi sig virkilega að senda endurvinnanlegan úrgang erlendis en það gerir það svo sannarlega því þá erum við að draga úr auðlindanotkun og um leið að minnka losun gróðurhúsalofttegunda vegna urðunar. Það er undir okkur komið að hráefnið sem til er á jörðinni haldist áfram í notkun í stað þess að þurfa sífellt að sækja nýtt hráefni.

Hins vegar eru jákvæð teikn á lofti fyrir myndun endurvinnslusamfélags hér á landi. Fleiri fyrirtæki hafa farið að endurvinna úrgang á síðustu árum og endurunnin hráefni eru víða nýtt í framleiðslu í stað frumhráefna.

Hægt er að endurvinna langflest þeirra hráefna sem við notum á hverjum degi. Timbur, plast, og gler missa ekki eiginleika sína þó að við höfum ekki lengur not fyrir það og málma er hægt að endurvinna margoft án þess að verðmæti þeirra minnki. Pappír er einnig mjög hentugur til endurvinnslu en hann er hægt að endurvinna fjórum til sjö sinnum án þess að hann tapi gæðum. Ákveðnar tegundir af plasti henta vel til endurvinnslu. Flestar aðrar vörur er hægt að endurvinna með því að skila þeim til endurvinnslustöðva. Ef nefna ætti eitthvað sem ekki er hægt að endurvinna þá væri það til dæmis tyggigúmmí, eldhússvampur og einnota bleyjur.

Sumt af því sem við notum inniheldur skaðleg efni og kallast sá flokkur efna og vöru einu nafni – spilliefni. Slíka hluti verður að flokka og skila inn til endurvinnslu því það er einfaldlega bannað að urða þá eða brenna. Þar má nefna rafhlöður, spreybrúsa, olíumálningu, terpentínu, tjöruleysi, lyf, prenthylki og margt fleira.

Engin ein leið er best, heldur ætti hver og einn að setja upp þá aðstöðu sem hentar þeim og þeirra heimili. Við eigum það til að flækja hlutina óþarflega mikið en það þarf yfirleitt ekki miklar breytingar á heimilum okkar til að rýma fyrir flokkun. Þetta þarf t.d. ekki að vera flóknara en að hengja poka á bak við hurð eða inni í skáp fyrir plastið og setja pappírinn í einhvern kassa sem við eigum eða margnota poka með botni. Sama á við um aðrar tegundir úrgangs.

Hættum að velta flokkuninni fyrir okkur og byrjum bara. Um leið og við tökum t.d. pappírinn og plastið frá, þá sjáum við strax mikinn mun á magni úrgangsins sem fer í urðun og okkur líður miklu betur þegar við vitum að við erum að leggja okkar af mörkum.

Sveitarfélögin sjá um sorphirðu fyrir íbúa sína svo það er gott að athuga hvaða þjónustu þitt sveitarfélag býður uppá. Almennt sjá fyrirtæki og stofnanir sjálf um flutning úrgangs til söfnunar- eða móttökustöðva eða semja við þjónustuaðila um framkvæmdina.

Sveitarfélögum ber að innheimta gjald fyrir meðhöndlun úrgangs sem næst raunkostnaði við viðkomandi þjónustu, svo sem með því að miða við magn eða tegund úrgangs. Slíkt kerfi hefur verið kallað Borgað þegar hent er og byggist á mengunarbótareglunni. Í slíku kerfi verður til fjárhagslegur hvati til að draga úr myndun úrgangs og til að skila úrgangi flokkuðum til endurvinnslu, fremur en að skila honum með blönduðum úrgangi. Sá sem dregur úr úrgangsmagni eða flokkar vel greiðir þannig minna fyrir meðhöndlun hans en sá sem gerir það ekki.

Nálgast má upplýsingar um útfærslu á gjaldheimtu fyrir meðhöndlun úrgangs í gjaldskrá þíns sveitarfélags.