- Virka daga: 09:00 - 15:00
- 591-2000
- uos@uos.is
- Virka daga: 09:00 - 15:00
- 591-2000
- ust@ust.is
Lög um breytingu á lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir, nr. 7/1998, meðhöndlun úrgangs nr. 55/2003 og úrvinnslugjald, nr. 162/2002, sem tóku gildi 1. janúar 2023 hafa oft verið kallaðar einu nafni hringrásarlögin. Lagabreytingarnar eru mikilvægt fyrsta skref í átt að hringrásarhagkerfi þar sem markmiðið er að draga úr losun gróðurhúslofttegunda frá meðhöndlun úrgangs, stuðla að sjálfbærri auðlindanýtingu með aukinni endurvinnslu og annarri endurnýtingu úrgangs og draga úr urðun. Lögin styðja við stefnu ráðherra, Í átt að hringrásarhagkerfi, sem kom út í júní 2021.
Frá og með 1. janúar 2023, varð öllum sveitarfélögum skylt að sérsafna ákveðnum úrgangsflokkum heimilisúrgangs, þ.e. pappír og pappa, málma, plast, gler, lífúrgang, textíl og spilliefni. Nú eiga allir að nota samræmdar flokkunarmerkingar og notast er við samnorrænar merkingar sem FENÚR þýddi og staðfærði og má nálgast hér.
Um leið og flokkun og merkingar urðu eins á landinu öllu hafa opnast frekari möguleikar til samræmingar. Sveitarfélög ásamt þjónustuaðilum á hverjum stað útfæra stærð, gerð og fjölda íláta.
Þetta fer eftir þeim kerfum og tækjabúnaði sem þjónustuaðilinn er með. Það er heldur ekki þannig að allur úrgangur endi hjá SORPU, aðrir þjónustaðilar eru að flokka og flytja út úrgang til endurvinnslu.
Engin skylda er á framleiðendur vara að nota samræmdu merkingarnar en það væri til fyrirmyndar hjá framleiðendum að nota þessar merkingar enda er markmið þeirra að gera notendum auðveldara fyrir að flokka úrgang rétt.
Úrvinnslugjald fellur undir kerfi sem kallast framlengd framleiðendaábyrgð og er lagt á ákveðnar vörur við framleiðslu eða innflutning þeirra. Gjaldið á að standa undir kostnaði við söfnun og aðra meðhöndlun þessara vara eftir að þær verða að úrgangi og hvetur því til flokkunar og skila á þeim úrgangi. Úrvinnslugjald er t.d. lagt á allar umbúðir, hjólbarða, heyrúlluplast, úrsérgengin ökutæki, rafgeyma, spilliefni og fleiri vöruflokka. Úrvinnslusjóður sér um ráðstöfun úrvinnslugjalds hér á landi.
Bæði úrvinnslu- og skilagjald fellur undir kerfi framlengdrar framleiðendaábyrgðar. Úrvinnslugjaldið virkar þannig að það er lagt á ákveðna vöruflokka en þjónustuaðilar að Úrvinnslusjóði og ráðstöfunaraðilar úrgangs fá greitt úr sjóðnum fyrir að koma úrganginum til endurnýtingar eða endurvinnslu. Skilagjald er lagt á einnota drykkjarvöruumbúðir og virkar þannig að Endurvinnslan tekur á móti umbúðunum, greiðir út skilagjald og undirbýr umbúðirnar til útflutnings og selur til endurvinnslu.
Lífúrgangur er innan stærra mengis lífræns úrgangs. Allur lífúrgangur er lífrænn úrgangur en ekki allur lífrænn úrgangur er lífúrgangur. Lífúrgangur getur t.d. verið garðaúrgangur, matar- og eldhúsúrgangur frá heimilum, skrifstofum, heildsölum, smásölum, veitingastöðum, mötuneytum og veisluþjónustufyrirtækjum, og sambærilegur úrgangur frá vinnslustöðvum matvæla. En til lífræns úrgangs telst auk lífúrgangs, slátur- og fiskúrgangur, ölgerðarhrat, húsdýraúrgangur, timbur, lýsi, garðyrkjuúrgangur, pappír, pappi og seyra.
Úrgangur sem á fara í ílát merkt „Matarleifar“ telst til lífúrgangs og getur t.d. verið ávaxta- og grænmetishýði, kaffikorgur, tepokar, eldhúspappír, eggjaskurn, kjöt- og fiskafgangar, laufblöð af pottaplöntum og afskorin blóm. Passa skal upp á að annarskonar úrgangur, s.s. plast, fari ekki með matarleifum.
Allir geta jarðgert lífrænan eldhúsúrgang enda mikið virði í þessum hráefnum sem geta orðið að næringarríkri moltu. Best er að byrja á því að skoða aðstæður heima fyrir og hversu mikið af lífrænu hráefni fellur til svo hægt sé að meta hverskonar jarðgerð passar best fyrir þig. Nánari leiðbeiningar eru svo að finna hér á vefsíðunni.
Frá 1. janúar 2023 verður það ekki í boði í þéttbýli. Grenndargámarnir verða notaðir fyrir textíl, málma, gler og annað sem ekki er skylda að safna við húsvegg.
Mikilvægt er að koma gleri í rétta meðhöndlun. Eins og staðan er í dag (2022) er gler almennt malað og geymt og síðar notað sem fyllingarefni við framkvæmdir.
Nei, flokkun er ekki tilgangslaus og þurfum við að umgangast úrganginn okkar sem verðmæti sem á heima í hringrásarhagkerfi þar sem hann getur verið endurnýttur aftur og aftur. Með því að flokka úrgang ertu samtímis að stuðla að hringrásarhagkerfi og draga úr losun gróðurhúsalofttegunda.
Það er hægt að nota krump tilraunina. Ef þú krumpar umbúðirnar, opnast þær aftur eða haldast þær krumpaðar? Ef þær opnast þá eru umbúðirnar úr plasti, ef þær haldast krumpaðar eru þær úr málmi.
Það mikilvægasta er að vera með farvegi fyrir það sem fellur til hjá þér. Skylda er að vera með sérsöfnun á lífúrgangi, pappír og pappa og plasti við húsvegg. Sveitarfélög geta svo leyst þetta aðeins mismunandi svo lengi sem flokkarnir eru aðskildir.
Við eigum að flokka allt sem fellur til og er til farvegur fyrir í endurvinnslu eða aðra endurnýtingu. Það sem ekki fellur undir þá fjóra flokka sem sóttir eru að húsvegg er hægt að skila í grenndargáma (textíll, málmur, gler, skilagjaldsumbúðir) eða endurvinnslustöðvar (annað endurvinnanlegt efni).
Ef horft er til heimilanna er dæmi um það sem fer í almennt: bleyjur, plástrar, tyggjó, svampar, tannþráður, límband, blautþurrkur og alls konar sem ekki er hægt að endurvinna.
Það er ekki til alveg rétt svar. Það er mikilvægt að hreinsa umbúðir til að ekki myndist mygla og til að úrgangsstraumurinn sé eins hreinn og mögulegt er. Maður ætti þó ekki að þrífa umbúðir svo vel að maður hætti að nenna því og hætti þannig að flokka.
Tyggjó fer í blandaðan úrgang.