- Virka daga: 09:00 - 15:00
- 591-2000
- uos@uos.is
- Virka daga: 09:00 - 15:00
- 591-2000
- ust@ust.is
Þegar magni og meðhöndlun úrgangs er skilað í gagnagátt Umhverfis- og Orkustofnunar, þá þarf að velja réttan meðhöndlunarflokk sem eru skilgreindir af Umhverfis- og Orkustofnun. Meðhöndlunarflokkarnir skiptast í 10 mismunandi flokka, þar sem þeim er skipt eftir fyrstu meðhöndlun, millimeðhöndlun og lokameðhöndlun. Þessi skipting er tilkomin meðal annars vegna eftirfarandi þátta:
Lokameðhöndlunarflokkarnir eru byggðir á evrópska kerfinu, sem notast við R og D kóða. R, Recovery, fyrir endurnýtingarleiðir, og D, Disposal, fyrir förgunarleiðir. Hver meðhöndlunarflokkur skilgreindur af Umhverfis- og Orkustofnun er því samsettur af einum eða fleiri R og D kóðum. Evrópska kerfið er talsvert ítarlegra en það íslenska, og er sérstaklega mikilvægt að hafa það til hliðsjónar við gagnaskil til Evrópusambandsins.
Rétt val á meðhöndlunarflokki er afskaplega mikilvægt, þar sem gögnin eru notuð til að bæta úrgangsstjórnun og meðhöndlun á Íslandi. Það skapar bæði sparnað fyrir ríkið og betri lifnaðarhætti fyrir landsmenn.
Nýta skal töflurnar hér að neðan til aðstoðar við val á meðhöndlunarflokki. Ef einhver vafi leikur á hvaða meðhöndlun á við, skal ekki hika við að hafa samband við starfsfólk Umhverfis- og Orkustofnunar og leita aðstoðar.
Fyrsta meðhöndlun | Lýsing |
---|---|
9 - Söfnun | Allt sem er safnað beint frá aðilum sem mynda úrganginn, hvort sem það er frá heimilum eða rekstraraðilum. Þetta á við um sérstaka söfnun, það sem er skilað í grenndarstöðvar og flokkunarstöðvar. |
Millimeðhöndlun | Lýsing |
---|---|
10 - Millimeðhöndlun | Allar þær aðgerðir sem falla ekki undir fyrstu móttöku eða söfnun úrgangs, og er ekki lokameðhöndlun eða endastöð úrgangsins. |
Lokameðhöndlun | Lýsing |
---|---|
1 - Jarðgerð | Ferli þar sem lífrænu hráefni er breytt í moltu. Til eru ýmsar aðferðir til að jarðgerða en allar fela þær í sér að skapa kjöraðstæður fyrir örverur sem sjá um niðurbrot lífrænna hráefna. Jarðgerð kemur þeim næringarefnum sem finnast í lífrænu hráefni aftur inn í náttúrulega hringrás vistkerfisins. |
2 - Önnur endurvinnsla | Hvers kyns endurnýtingaraðgerð sem felst í því að endurvinna úrgangsefni í vörur, efnivið eða efni, hvort sem er til notkunar í upphaflegum tilgangi eða í öðrum tilgangi, að undanskyldri uppvinnslu á lífrænum efniviði (jarðgerð). Notað plast sem er hreinsað, kurlað og brætt í nýjar plastvörur og notaður pappír sem verður að pappírsmassa til að verða að nýjum pappír er klassískt dæmi um aðra endurvinnslu. |
3 - Orkuendurnýting | Uppvinnsla sem skilar efni sem á að nota sem eldsneyti eða orkugjafa. |
4 - Fylling |
Sérhver endurnýtingaraðgerð þar sem hentugur úrgangur, sem ekki er spilliefni, er notaður til endurheimtar á graftarsvæðum eða á tæknilegan hátt við landmótun. Úrgangur sem er notaður í fyllingar verður að koma í staðinn fyrir efni sem ekki er úrgangsefni, henta í áðurnefndum tilgangi og takmarkast við það magn sem er nauðsynlegt til þess að ná þessum tilgangi (3. gr. laga nr. 55/2003 um meðhöndlun úrgangs).
Hægt er að finna nánari útskýringu á endurnýtingu úrgangs í fyllingar hér. |
5 - Önnur endurnýting | Aðgerð þar sem aðalútkoman er ekki fylling eða orkuendurnýting, en úrgangurinn verður til gagns þar eð hann kemur í stað annars efniviðar sem hefði annars verið notaður í tilteknum tilgangi, eða hann er útbúinn til þeirrar notkunar. |
6 - Urðun | Varsla úrgangs, á eða í landi, sem ekki felur í sér frekari vinnslu hans eða nýtingu um fyrirsjáanlega framtíð (3. gr. laga nr. 55/2003 um meðhöndlun úrgangs). |
7 - Brennsla án orkunýtingar | Brennsla úrgangs sem felur ekki í sér frekari vinnslu eða orkuendurnýtingu. |
8 - Undirbúningur fyrir endurnotkun | Hvers kyns aðgerðir, sem felast í skoðun, hreinsun eða viðgerð, þar sem vörur eða íhlutir þeirra, sem eru orðin að úrgangi, eru útbúin þannig að þau megi endurnota (verður aftur að vöru) án annarrar forvinnslu (3. gr. laga nr. 55/2003 um meðhöndlun úrgangs). |
Þegar íslensku lokameðhöndlunarflokkarnir reynast ekki nóg til að átta sig á réttum meðhöndlunarflokki, er hægt að styðja sig við R og D kóðana. Tafla 2 og 3 leitast við að tengja íslensku meðhöndlunarflokkana við R og D flokkana.
Endurnýtingarleiðir (Recovery operations) | 1 - Jarðgerð | 2 - Önnur endurvinnsla | 3 - Orkuendurnýting | 4 - Fylling | 5 - Önnur endurnýting | 8 - Undirbúningur fyrir endurnotkun | 9 - Söfnun | 10 - Millimeðhöndlun |
---|---|---|---|---|---|---|---|---|
R1 Notkun fyrst og fremst sem eldsneyti eða á annan hátt til að framleiða orku | X | |||||||
R2 Endurheimt/endurnýjun leysiefna | X | X | ||||||
R3 Endurvinnsla/endurheimt lífrænna efna sem eru ekki notuð sem leysiefni (þ.m.t. moltugerð og aðrir líffræðilegir umbreytingarferlar) | X | X | X | X | ||||
R4 Endurvinnsla/endurheimt málma og málmefnasambanda | X | X | ||||||
R5 Endurvinnsla/endurheimt annarra ólífrænna efna | X | X | X | |||||
R6 Endurnýjun sýra eða basa | X | X | ||||||
R7 Endurnýting íhluta sem eru notaðir til að draga úr mengun | X | X | ||||||
R8 Endurnýting íhluta úr hvötum | X | X | ||||||
R9 Endurhreinsun eða önnur endurnotkun olíu | X | |||||||
R10 Meðhöndlun á landi sem leiðir til ávinnings fyrir landbúnað eða vistfræðilegra umbóta | X | X | ||||||
R11 Notkun úrgangs sem fenginn er frá einhverjum af aðgerðum númeruðum R1 til R10 | X | X | X | X | X | X | ||
R12 Skipti á úrgangi til afhendingar fyrir einhverjar aðgerðir númeraðar R1 til R11 | X | X | ||||||
R13 Geymsla úrgangs í bið fyrir einhverjar aðgerðir númeraðar R1 til R12 (að undanskildri tímabundinni geymslu, meðan beðið er eftir söfnun, á staðnum þar sem úrgangurinn er framleiddur) | X | X |
Förgunarleiðir (Disposal operations) | 6 - Urðun | 7 - Brennsla án orkunýtingar | 9 - Söfnun | 10 - Millimeðhöndlun |
---|---|---|---|---|
D1 Losun á landi (t.d. urðun o.s.frv.) | X | |||
D2 Meðhöndlun á landi (t.d. líffræðilegt niðurbrot á vökva eða seyruúrgangi í jarðvegi o.s.frv.) | X | |||
D3 Djúpinnsprautun (t.d. dæling fljótandi úrgangs í brunna, saltdóma eða náttúrulega geymslustaði o.s.frv.) | X | |||
D4 Yfirborðslokun (t.d. vökvi eða seyruúrgangur settur í gryfjur, tjarnir eða lón o.s.frv.) | X | |||
D5 Sérútbúin urðunaraðferð (t.d. úrgangur settur í þétt, aðskild hólf sem eru innsigluð og einangruð frá hvoru öðru og umhverfinu o.s.frv.) | X | |||
D6 Losun í vatnsfarveg, nema haf/sjó | X | |||
D7 Losun í haf/sjó, þar með talið niðursetning á hafsbotn | X | |||
D8 Líffræðileg meðhöndlun ekki skilgreind annars staðar í þessari töflu, sem leiðir til lokaafurða eða blöndu sem er fargað með einhverjum af aðgerðum númeruðum D1 til D12 | X | X | ||
D9 Eðlis- og efnafræðileg meðhöndlun ekki skilgreind annars staðar í þessari töflu, sem leiðir til lokaafurða eða blöndu sem er fargað með einhverjum af aðgerðum númeruðum D1 til D12 (t.d. uppgufun, þurrkun, kalkbrennsla o.s.frv.) | X | X | ||
D10 Brennsla á landi | X | |||
D11 Brennsla á sjó (Bannað innan EU) | X | |||
D12 Varanleg geymsla (t.d. sett varanlega í námu o.s.frv.) | X | |||
D13 Blöndun áður en úrgangur er afhentur til einhverra aðgerðanna númeruð D1 til D12 | X | X | ||
D14 Endurpökkun áður en úrgangur er afhentur til einhverra aðgerðanna númeruð D1 til D13 | X | X | ||
D15 Geymsla í bið eftir einhverri aðgerð númeruð D1 til D14 (að undanskildri tímabundinni geymslu, meðan beðið er eftir söfnun, á staðnum þar sem úrgangurinn er framleiddur) | X | X |
Í töflu 4 má finna lýsingu á evrópsku meðhöndlunarflokkunum, R og D kóðunum.
Evrópsku endurnýtingarflokkarnir, R1-R13 | Lýsing |
---|---|
R1 Notkun fyrst og fremst sem eldsneyti eða á annan hátt til að framleiða orku |
Nær yfir brennslu og sambrennslu (co-incineration) úrgangs í orkustöðvum og iðnaðarmannvirkjum, svo sem sementsverksmiðjum, þannig að orkan sem myndast nýtist til að framleiða hita eða rafmagn. Algeng dæmi eru: notkun dekkja, úrgangsolíu eða notaðra leysiefna í sementsverksmiðjum eða sambrennsla á seyru.
R1 hefur eftirfarandi fjóra valmöguleika:
|
R2 Endurheimt/endurnýjun leysiefna | Nær yfir allar meðhöndlunaraðgerðir sem miða að endurvinnslu eða endurnýtingu á notuðum leysiefnum, t.d. endurhreinsun leysiefna til að fjarlægja óhreinindi og endurheimta upprunaleg gæði leysiefnisins eða sem vöru í lægri gæðaflokki (t.d. lakkþynni); undirbúningur á annars stigs fljótandi eldsneyti, venjulega með því að blanda við annan fljótandi úrgang. |
R3 Endurvinnsla/endurheimt lífrænna efna sem eru ekki notuð sem leysiefni (þ.m.t. moltugerð og aðrir líffræðilegir umbreytingarferlar) |
Aðgerðir sem miða að endurnýtingu á líffræðilega niðurbrjótanlegum og ólíffræðilega niðurbrjótanlegum lífrænum efnum. Þessar aðgerðir fela í sér eftirfarandi: undirbúning fyrir endurnotkun, endurvinnslu pappírs- og pappaúrgangs; endurvinnslu á plastúrgangi; jarðgerð á lífúrgangi; gerjun líffræðilega niðurbrjótanlegs úrgangs til framleiðslu á lífgasi (lífgasstöðvar).
R3 hefur eftirfarandi sex valmöguleika.
|
R4 Endurvinnsla/endurheimt málma og málmefnasambanda |
Nær yfir allar meðhöndlunarleiðir sem miða að endurvinnslu málmúrgangs og flókinna vara þar sem málmar eru ráðandi efni. Meðhöndlunarleiðir fela í sér fjölbreyttar vélrænar, varma- og efnafræðilegar aðgerðir og ferli, eins og eftirfarandi: undirbúningur fyrir endurnotkun, endurvinnslu á málmúrgangi og framleiðsluúrgangi frá stálverksmiðjum; tætingu og vinnslu ökutækja til förgunar (ELVs) og raf- og rafeindatækjaúrgangs (WEEE); hitameðhöndlun á snúrum/vírum eða málmum menguðum af olíu; endurvinnslu rafhlaðna; rafgreiningarendurheimt silfurs úr ljósmyndavökva.
R4 hefur eftirfarandi tvo valkosti:
|
R5 Endurvinnsla/endurheimt annarra ólífrænna efna |
Aðgerðir sem miða að endurvinnslu ólífræns úrgangs sem er ekki málmur og sem fellur ekki undir aðrar sértækar aðgerðir (t.d. R6, R8, R10). Ólífrænn úrgangur sem er ekki málmur er stór hluti af heildarúrgangi sem myndast og samanstendur af fjölbreyttum úrgangstegundum. Helstu flokkar eru úrgangur frá varmaferlum (slag, aska, sandur, ryk o.s.frv.), byggingar- og niðurrifsúrgangur, og úrgangur frá námuvinnslu og steinbrotvinnslu. Meðhöndlunarleiðirnar fela í sér eftirfarandi: undirbúningur fyrir endurnotkun, endurvinnsla á byggingar- og niðurrifsúrgangi; endurvinnsla á glerúrgangi; notkun sem aukahráefni í sementsverksmiðjum.
R5 hefur eftirfarandi þrjá valkosti:
|
R6 Endurnýjun sýra eða basa | Felur í sér aðgerðir sem miða að endurnýjun og endurnnotkun á sýru/basa í sínum upprunalega tilgangi eða fyrir aðra notkun. Til dæmis, endurþéttun notaðra sýra; varmaniðurbrot á notaðri brennisteinssýru til að nýta sem hráefni í framleiðslu á brennisteinssýru. |
R7 Endurnýting íhluta sem eru notaðir til að draga úr mengun | Meðhöndlunarleiðir sem miða að endurnýjun á íhlutum sem draga úr mengun, eins og virku kolefni og jónaflutningshjúpum. Til dæmis endurnýjun á virku kolefni úr vatnshreinsun og meðhöndlun útblástursgass; endurnýjun jónaflutningshjúpa með leysiefnum. |
R8 Endurnýting íhluta úr hvötum | Felur í sér meðhöndlunarleiðir sem miða að endurnýjun hvata til að nota þá aftur sem hvata; endurheimt á íhlutum hvata, aðallega málmhlutum, t.d. endurvinnslu eðalmálma úr hvarfakútum í útblæstri ökutækja. |
R9 Endurhreinsun eða önnur endurnotkun olíu | Felur í sér alla ferla sem miða að endurnotkun úrgangsolíu. Tveir helstu valkostirnir eru endurhreinsun úrgangsolíu og framleiðsla eldsneytis úr úrgangsolíu. Endurhreinsun breytir úrgangsolíu aftur í grunnolíur sem hægt er að nota til að framleiða smurolíur, og framleiðsla eldsneytis getur komið í stað kola, dísilolíu og léttrar olíu. |
R10 Meðhöndlun á landi sem leiðir til ávinnings fyrir landbúnað eða vistfræðilegra umbóta | Felur í sér notkun lífræns úrgangs og jarðvegs (steinar, möl og sandur) sem áburður eða jarðvegsbætiefna í landbúnaði; aðra notkun úrgangs á landi þar sem engin matvæli eða fóður er ræktað og sem leiðir til vistfræðilegrar bætingar, svo sem endurheimt landslags og landsvæða. Dæmi um R10 eru eftirfarandi: dreifing moltu á landi, sem var sérstaklega safnaður lífúrgangur; notkun áburðar í samræmi við reglur um landbúnað; notkun jarðvegsúrgangs sem áburðar í samræmi við íslensk lög. |
R11 Notkun úrgangs sem fenginn er frá einhverjum af aðgerðum númeruðum R1 til R10 | Felur í sér endurheimt úrgangs sem er afgangur frá fyrri endurnýtingarflokkum. Þetta er óþarfur flokkur þar sem hann nær aðeins yfir meðhöndlunarleiðir sem geta verið flokkaðar undir nákvæmari kóða, R2 til R10. |
R12 Skipti á úrgangi til afhendingar fyrir einhverjar aðgerðir númaraðar R1 til R11 | Felur í sér undirbúningsmeðhöndlun áður en endurnýting fer fram, svo sem grunnflokkun úrgangs; blöndun úrgangs frá mismunandi aðilum áður en það er sent til endurnýtingar; flutning og þjöppun úrgangs; tætingu viðarúrgangs áður en orka er endurheimt. |
R13 Geymsla úrgangs í bið fyrir einhverjar aðgerðir númaraðar R1 til R12 (að undanskildri tímabundinni geymslu, meðan beðið er eftir söfnun, á staðnum þar sem úrgangurinn er framleiddur) | Söfnun og geymsla efnis sem er ætlað fyrir hvaða aðgerð sem er merkt R1 til R12. |
Evrópsku förgunarflokkarnir, D1-D15 | Lýsing |
---|---|
D1 Losun á landi (t.d. urðun o.s.frv.) | Felur í sér urðun á eða í jörðu. Þetta þýðir urðun á "naktri" jörð án nokkurra umhverfisverndarráðstafana. |
D2 Meðhöndlun á landi (t.d. líffræðilegt niðurbrot á vökva eða seyruúrgangi í jarðvegi o.s.frv.) | Dreifing úrgangs á land, oft í kjölfar þess að úrgangurinn er blandaður við jarðveginn, sem skilar hvorki ávinningi fyrir landbúnað né öðrum vistfræðilegum umbótum. Á almennt við um óskaðlegan seyruúrgang og fljótandi úrgang, t.d. förgun á seyru. |
D3 Djúpinnsprautun (t.d. dæling fljótandi úrgangs í brunna, saltdóma eða náttúrulega geymslustaði o.s.frv.) | Felur í sér dælingu úrgangs í náttúruleg og manngerð holrúm (t.d. brunna og námur). |
D4 Yfirborðslokun (t.d. vökvi eða seyruúrgangur settur í gryfjur, tjarnir eða lón o.s.frv.) | Felur í sér losun úrgangs í náttúrulegar eða manngerðar gryfjur, tjarnir eða lón sem er ríkjandi aðferðin við meðhöndlun efnaúrgangs í námuiðnaði. |
D5 Sérútbúin urðunaraðferð (t.d. úrgangur settur í þétt, aðskild hólf sem eru innsigluð og einangruð frá hvoru öðru og umhverfinu o.s.frv.) | Felur í sér sérútbúin landsvæði fyrir urðun úrgangs sem uppfyllir kröfur urðunartilskipunar ESB og íslenskrar urðunartilskipunar. Allar íslenskar urðunarstöðvar uppfylla kröfur urðunartilskipunar ESB. Fá Jóa til að staðfesta |
D6 Losun í vatnsfarveg, nema haf/sjó | Felur í sér úrgangur sem er losaður í vatnsfarveg, en það er ekki aðeins vatn og yfirborðsvatn, heldur einnig grunnvatn og botn vatnsfarvega. Dæmi getur verið losun frárennslisvatns í vatnsfarveg. |
D7 Losun í haf/sjó, þar með talið niðursetning á hafsbotn | Felur í sér losun úrgangs í sjó. |
D8 Líffræðileg meðhöndlun ekki skilgreind annars staðar í þessari töflu, sem leiðir til lokaafurða eða blöndu sem er fargað með einhverjum af aðgerðum númeruðum D1 til D12 | Felur í sér aðgerðir sem nota loftfirrða eða loftháða lífræna ferla til að undirbúa úrgang til frekari förgunar, t.d. með því að minnka magn lífrænna niðurbrjótanlegra efna. |
D9 Eðlis- og efnafræðileg meðhöndlun ekki skilgreind annars staðar í þessari töflu, sem leiðir til lokaafurða eða blöndu sem er fargað með eiinhverjum af aðgerðum númeruðum D1 til D12 (t.d. uppgufun, þurrkun, kalkbrennsla o.s.frv.) | Nær yfir formeðhöndlun á aðallega fljótandi og seigfljótandi spilliefnaúrgangi með fjölbreyttum efnafræðilegum og varmafræðilegum ferlum til að ná fram afurð sem er hægt að farga. Eðlis- og efnafræðileg meðhöndlun er venjulega notuð fyrir olíu/vatnsblöndur, vatnsleysanleg lífræn og ólífræn efni (framleiðslusérhæft skólp, síunarloft, o.s.frv.), sýaníð, sýrur og basar. Dæmigerð meðhöndlunarferli eru afeitrun (oxun/afoxun), útfelling, rafgreining og osmósun. |
D10 Brennsla á landi | Nær yfir brennslu úrgangs þar sem meginmarkmiðið með brennslunni er varmafræðileg meðhöndlun úrgangs til að minnka rúmmál hans og hættueiginleika og skilar hlutlausri afurð sem er hægt að farga. Algengustu dæmin eru brennslustöðvar fyrir úrgang í föstu formi frá sveitarfélögum, brennslustöðvar fyrir hættulegan úrgang eða brennslustöðvar fyrir hræ dýra. |
D11 Brennsla á sjó (bannað innan EU) | Þessi förgunarflokkur er bannaður innan Evrópu og er sömuleiðis ekki leyfður samkvæmt íslenskum lögum. |
D12 Varanleg geymsla (t.d. sett varanlega í námu o.s.frv.) | Urðunarstaðir fyrir neðanjarðar geymslu úrgangs. |
D13 Blöndun áður en úrgangur er afhentur til einhverra aðgerðanna númeruð D1 til D12 | Nær yfir undirbúningsaðgerðir sem miða að því að meðhöndla og pakka úrgangi fyrir frekari flutning og meðhöndlun áður en honum er fargað. Þetta felur í sér grunnflokkunaraðgerðir, mulningu og tætingu úrgangs til að minnka rúmmál hans fyrir flutning eða urðun og blöndun og samsetningu úrgangs (t.d. blöndun svipaðs úrgangs frá mismunandi úrgangsframleiðendum). |
D14 Endurpökkun áður en úrgangur er afhentur til einhverra aðgerðanna númeruð D1 til D13 | Nær yfir undirbúningsaðgerðir sem miða að því að meðhöndla og pakka úrgangi fyrir frekari flutning og meðhöndlun áður en honum er fargað. Þetta felur í sér flutning og þjöppun úrgangs og pökkun asbests. |
D15 Geymsla í bið eftir einhverri aðgerð númeruð D1 til D14 (að undanskildri tímabundinni geymslu, meðan beðið er eftir söfnun, á staðnum þar sem úrgangurinn er framleiddur) | Tímabundin geymsla úrgangs áður en honum er fargað er takmörkuð við eins árs tímabil. Að öðrum kosti gilda ákvæði urðunartilskipunarinnar (Tilskipun 1999/31/EB, grein 2(g)). |