- Virka daga: 09:00 - 15:00
- 591-2000
- uos@uos.is
- Virka daga: 09:00 - 15:00
- 591-2000
- ust@ust.is
Hér geta öll sótt sér frítt kynningarefni sem vilja vekja athygli á nýju fyrirkomulagi í flokkun heimilisúrgangs.
Hönnun merkis og auglýsingaefnis Allan hringinn var í höndum Snorra Eldjárns Snorrasonar. Heiti og textasmíði var unnin af Einari Lövdahl Gunnlaugssyni.
Við hönnun á merkinu fyrir Allan hringinn var vísun í hringrásarhagkerfið höfð í huga þar sem vörur, hlutir og efni halda verðmætum sínum út í hið óendanlega. Lóðrétt notkun á óendanleikamerkinu í heiti skapar hugrenningatengsl við hringrásina og að við séum að hverfa frá línulegu kerfi þar sem úrgangur fær eina endanlega meðferð í urðun. Heitið vísar einnig til nýs fyrirkomulags í flokkun á landsvísu sem verður eins allan hringinn og einnig til samtakamáttar.
Hér getur þú nálgast myndband vitundarvakningarinnar Allan hringinn.
Hér getur þú nálgast hljóðauglýsingu vitundarvakningarinnar Allan hringinn