Um sniðmátið

Sniðmát fyrir svæðisáætlun sveitarfélaga um meðhöndlun úrgangs er unnið samhliða vinnu við gerð handbókar um framkvæmd úrgangsstjórnunar. Sniðmátið er sett upp þannig að tekið er tillit til ákvæða laga og reglugerða sem tekið hafa gildi. Auk þess eru tekin inn atriði úr Evróputilskipun sem hefur verið innleidd í íslensk lög og tóku gildi hérlendis í byrjun árs 2023. Sömuleiðis hefur sniðmátið verið uppfært miðað við ákvæði reglugerðar um meðhöndlun úrgangs nr. 803/2023.

Fylgja skal almennt viðurkenndum aðferðum við stefnumótun og áætlanagerð þar sem helstu skrefin eru eftirfarandi:

Lagt er til að framsetning svæðisáætlunar sé þannig að stefna, markmið og yfirlit aðgerða séu í forgrunni. Stöðugreining, ítarleg aðgerðaáætlun og umhverfismat séu í fylgiskjölum.

Þegar fleiri en eitt sveitarfélag vinna sameiginlega svæðisáætlun er gott að draga fram þá þætti sem þau vinna saman. Hluti aðgerða getur verið á hendi hvers sveitarfélags fyrir sig, t.d. aðgerðir í úrgangsforvörnum, og þá er æskilegt að vísa til þess, frekar en að draga fram margar ólíkar framtíðarsýnir inn í sameiginlega áætlun.