Tafla með tímasettri aðgerðaáætlun og ábyrgðaraðila þar sem meðal annars er gerð grein fyrir eftirfarandi:
- Gera skal grein fyrir hvort að náðst hafi markmið um að lífrænn (lífbrjótanlegur) heimilisúrgangur (sem er sérsafnaður lífúrgangur) sem berst til urðunarstaða hafi minnkað niður í 35% af heildarmagni þess lífræna heimilisúrgangs sem féll til árið 1995. Ef svo er ekki skal leggja fram aðgerðir til að ná markmiðinu.
- Gera skal grein fyrir hvort að náðst hafi markmið um að lífrænn (lífbrjótanlegur) rekstrarúrgangur sem barst til urðunarstaða hafi minnkað niður í 35% af heildarmagni þess lífræna rekstrarúrgangs sem féll til árið 1995. Ef svo er ekki skal leggja fram aðgerðir til að ná markmiðinu.
- Setja skal fram aðgerðir vegna undirbúnings fyrir endurnotkun og endurvinnslu heimilisúrgangs, a.m.k. pappírs, málma, plasts og glers, til að ná sem fyrst markmiði um 50% endurvinnsluhlutfall og síðan 55% árið 2025, 60% árið 2030 og 65% árið 2035.
- Skýra frá ráðstöfunum til að ná markmiði um að urðun heimilisúrgangs verði að hámarki 10% þess sem fellur til árið 2035.
- Áætlun um fræðslu og kynningarmál.