Fjalla skal um eftirfarandi í svæðisáætlun eftir því sem við á. Mælt er með því að þessi atriði séu sett fram í svæðisáætlun til að skýra verklag við framkvæmd, eftirlit og skipulag.

Dæmi um vöktun, skipulag og fræðslu fyrir sveitarfélög:

Sveitarstjórnir í samstarfi við umhverfis- og skipulagsnefndir, bera ábyrgð á stefnu og markmiðum í úrgangsmálum.

Dagleg umsýsla er í höndum sviðsstjóra umhverfis- og úrgangsmála sem sjá um samskipti vegna úrgangsmeðhöndlunar og eftirlit með innkaupasamningum, tekur við ábendingum og athugasemdum frá íbúum og fer með eftirfylgni gagnvart aðgerðaáætlun. Sveitarfélögin setja fram hvert fyrir sig áætlanir um fræðslu- og kynningarmál í aðgerðaáætlun í fylgiskjali B. Hún snýr að starfsmönnum stofnana sveitarfélagsins, skólum, íbúum og rekstraraðilum.