Þann 14. október 2024 verður alþjóðlegi rafrusldagurinn haldinn af WEEE forum (WEEE = Waste from Electrical and Electronic Equipment / Raf- og rafeindatækjaúrgangur).
Áherslan í ár er að leita að biluðum, ónýtum eða ónotuðum raftækjum sem geymd (eða gleymd) eru á heimilum fólks. Dæmi um slík tæki eru gamlir farsímar, tölvur, snúrur, heyrnartól ofl.
Af hverju að endurvinna raftækjaúrgang?
Gríðarlegt magn af raftækjaúrgangi verður til á hverju ári og er umfangið sífellt að aukast. Raftækjaúrgangur inniheldur mikið af verðmætum og sjaldgæfum málmum og fleiri efnum sem mikilvægt er að koma í endurvinnslu. Dæmi um þessa málma eru kopar og gull. Einnig innihalda mörg raftæki efni sem eru skaðleg umhverfinu fari þau ekki í réttan farveg. Með því að endurvinna raftæki erum við að stuðla að betri nýtingu auðlinda og orku, minni mengun og lægra kolefnisfótspori. Einnig er stundum hægt að koma tækjunum í viðgerð og gefa þeim lengra líf hjá nýjum eigenda.
Því er fólk hvatt til að athuga hvort gömul raftæki liggi í skúffum og skila á næstu móttökustöð.
Hvert á ég að skila raftækjaúrgangi?
Móttökustöðvar er að finna á endurvinnslustöðvum og einnig í raftækjaverslunum, þar sem stundum fæst greiðsla fyrir skil á nothæfum tækjum. Ef raftækin virka er einnig hægt að skila þeim í móttökustöð Góða Hirðisins. Sjá nánar hjá móttökuaðila í þínu sveitarfélagi.
Viltu vita meira um rafrusldaginn?
Nánari upplýsingar um daginn má finna á heimasíðu úrvinnslusjóðs og hjá WEEE forum.