Við meðhöndlun úrgangs skal eftirfarandi forgangsröðun lögð til grundvallar; úrgangsforvarnir,
undirbúningur fyrir endurnotkun, endurvinnsla, önnur endurnýting, t.d. orkuvinnsla og förgun. Oft er talað
um úrgangsþríhyrninginn sem sýnir myndrænt hvaða leið er efst í forgangi.
Við forgangsröðun í meðhöndlun úrgangs skal leitast við að velja þá kosti sem skila bestri
heildarniðurstöðu fyrir umhverfið. Heimilt er að tilteknir straumar úrgangs víki frá forgangsröðuninni
þegar slíkt er réttlætanlegt út frá sjónarmiðum um áhrif alls vistferilsins á myndun og stjórnun slíks
úrgangs. Við nánari útfærslu í stefnu, svæðisáætlunum og ákvörðunum um fyrirkomulag við
meðhöndlun úrgangs skal hafa að leiðarljósi sjónarmið um að gætt sé varúðar til að umhverfið verði ekki
fyrir skaða að teknu tilliti til tæknilegrar framkvæmdar og hagkvæmni.