Aukaafurðir dýra eru þær dýraafurðir sem ekki er notaðar til manneldis og um þær gildir strangt regluverk sem er að mestu leyti undir umsjá Matvælastofnunar. Dæmi um aukaafurðir dýra geta verið bein og skinn, sláturúrgangur, dýraskítur, horn, dauð gæludýr eða gæludýraúrgangur og ýmislegt fleira. Sumar aukaafurðir dýra gætu á einhverjum tímapunkti hafa verið hentugar til manneldis, en að valið hafi verið að nota ekki vöruna.
Skyldur og ábyrgð sveitarfélaga á aukaafurðum dýra fer eftir því hvort þær teljist vera úrgangur í skilningi laga um meðhöndlun úrgangs. Þegar aukaafurðir dýra fara í brennslu, til urðunar eða til notkunar í lífgas- eða myltingarstöð teljast þær sem úrgangur. Aukaafurðir sem notaðar eru án þess að fara í brennslu, til urðunar eða til notkunar í lífgas- eða myltingarstöð, til dæmis húsdýraskítur sem borinn er á tún, falla ekki undir úrgangsregluverkið og eru því ekki úrgangur í skilningi laganna. Sveitarfélög hafa mismunandi ábyrgð á meðhöndlun aukaafurða dýra eftir því hvort þær teljist vera úrgangur eða ekki.
Þær aukaafurðir dýra sem falla undir úrgangslög eru yfirleitt rekstrarúrgangur og því snýr stjórnsýsluhlutverk sveitarfélaga að því að sjá til þess að til staðar sé úrgangsmeðhöndlunarfarvegur fyrir þær. Það felur ekki í sér áskilnað um að sveitarfélagið sjái sjálft um reksturinn heldur einungis að farvegur sé til staðar. Ekkert í regluverkinu kemur í veg fyrir að sambærilegt fyrirkomulag og þekkist í nágrannalöndum sé komið á fót hér á landi.
Eftirfarandi sviðsmyndir gætu auðveldað sveitarstjórnum að skilja hvort aukaafurðir dýra falli til sem úrgangur eða ekki:
Sviðsmynd | Dæmi um aukaafurð dýra | Ábyrgð og skylda sveitarfélaga | Ábyrgð og skylda annarra aðila | Lög og reglugerðir sem gilda |
Aukaafurð dýra er úrgangur | Hausar og mænur sláturdýra og fl. sem fellur til við kjötframleiðslu og vinnslu dýraafurða sem á að fara í urðun, brennslu eða í lífgasmyndun eða myltingu. | Sveitarfélög skulu sjá til þess tiltækur sé farvegur fyrir úrgang. Hægt með samþykktum, gjaldtöku af lögaðilum og handhöfum fyrir meðhöndlun úrgangs og skipulagt í svæðisáætlun sveitarfélagsins. | Lögaðilar skulu, innan fyrirtækja undir sinni stjórn, sjá til þess á öllum stigum söfnunar, flutnings, meðhöndlunar, geymslu og förgunar að aukaafurðir úr dýrum og afleiddar afurðir uppfylli kröfur laga og reglugerða. | Lög nr. 55/2003 um meðhöndlun úrgangs og reglugerð nr. 803/2023 um meðhöndlun úrgangs. Lög nr. 25/1993 um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim, Reglugerð nr. 674/2017 um heilbrigðisreglur að því er varðar aukaafurðir úr dýrum og afleiddar afurðir sem ekki eru ætlaðar til manneldis. |
Aukaafurð dýra er ekki úrgangur | Fita, mör og afurðir sem t.d. fara í kjötmjölsframleiðslu og falla t.d. undir 20.gr. laga nr.55/2003. Hræ af dýrum sem hafa drepist á annan hátt en við slátrun, þ.m.t. dýr sem hafa verið drepin til að útrýma dýrafarsóttum, og sem er fargað í samræmi við lög um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim. Til dæmis riðusmitað fé og salmonellusmitaðir alifuglar. | Sveitarfélög bera ekki ábyrgð enda ekki um úrgangsmeðhöndlun að ræða. | Lögaðilar skulu sjá til þess að aukaafurðir úr dýrum og afleiddar afurðir uppfylli kröfur laga og reglugerða. Ríkið ber ábyrgð á kostnaði vegna aflífunar, eyðingar hræja, sem aflífífuð voru til að útrýma dýrafarsóttum og tækja sem þarf til slíkra verka. | Lög nr. 25/1993 og reglugerð nr. 674/2017. |
Aukaafurðir úr dýrum eru settar í þrjá áhættuflokka. Hér er farið yfir þá sem sveitarfélög þurfa helst að hafa afskipti af, en fullnægjandi upptalningu má finna á heimasíðu Matvælastofnunar undir upplýsingum um reglugerð nr. 674/2017 um heilbrigðisreglur að því er varðar aukaafurðir úr dýrum og afleiddar afurðir sem ekki eru ætlaðar til manneldis.
Áhættuflokkur 1
Áhættuflokkur 1 er hæsti áhættuflokkurinn og inniheldur efni sem talið er mikilvægt að halda frá fæðukeðjunni. Helst eru það dýr eða hlutar dýra sem grunur leikur á um að sé smitað af heilahrörnun (TSE) eða mengað af bönnuðum efnum. Einnig má nefna gæludýr, tilraunadýr, villt dýr sem grunur leikur á að séu smituð og eldhúsúrgangur frá flutningsfyrirtækjum í alþjóðaflutningum.

Reglur um förgun áhættuflokks 1
Helstu leiðir til förgunar á efni í 1. flokki er með brennslu, með vinnslu með þrýstisæfingu og urðun að því loknu á viðurkenndum urðunarstað eða að nota það sem brunaeldsneyti. Undantekning er eldhúsúrgangur frá alþjóðaflutningum sem heimilt er að urða á viðurkenndum urðunarstað.
Eftirfarandi leiðir eru tilteknar í reglugerð fyrir meðhöndlun, nýtingu og förgun á áhættuflokki 1 og þar má finna nánari skýringar og reglur sem gilda um markaðssetningu afurða.

Áhættuflokkur 2
Efni í flokki 2 er talið áhættuefni og er meðal annars húsdýraúrgangur og dýraleifar sem innihalda lyfjaleifar eða mengandi efni eða aðskotaefni sem er yfir leyfilegum mörkum. Einnig dýr og hlutar dýra sem deyja á annan hátt en við slátrun til manneldis, þ.á.m. dýr sem eru aflífuð til að útrýma smitsjúkdómum.

Reglur um förgun áhættuflokks 2
Eftirfarandi leiðir á meðhöndlun, nýtingu og förgunar á áhættuflokki 2 eru tilteknar í reglugerð og þar má finna nánari skýringar og reglur sem gilda um markaðssetningu afurða.

Áhættuflokkur 3
Efni í áhættuflokki 3 telst bera litla áhættu og er hægt er að nota í fóður fyrir dýr, enda einna helst afurðir sem teljast hæfar til manneldis en sem af viðskiptalegum ástæðum á ekki að nýta til manneldis.

Reglur um förgun áhættuflokks 3
Eftirfarandi leiðir fyrir meðhöndlun, nýtingu og förgun á áhættuflokki 3 eru tilteknar í reglugerð og þar má finna nánari skýringar og reglur sem gilda um markaðssetningu afurða.
