Ráðherra umhverfis-, orku-, og loftlagsmála fer með yfirstjórn málaflokksins og á vegum ráðuneytisins eru unnin lagafrumvörp og reglugerðir um úrgangsmál.

Ráðherra gefur út almenna stefnu um meðhöndlun úrgangs til tólf ára í senn sem gildir fyrir landið allt. Almenn stefna um meðhöndlun úrgangs sem gildir til ársins 2032 er sett fram í stefnu ráðherra í úrgangsmálum – Í átt að hringrásarhagkerfi sem var gefið út í júní 2021. Í stefnunni koma fram upplýsingar um stöðu úrgangsmála í landinu og hlutverk stjórnvalda og einkaaðila við meðhöndlun úrgangs. Einnig er fjallað um aðferðir til að bæta endurnýtingu og förgun úrgangs.

Ráðherra gefur einnig út stefnu um úrgangsforvarnir. Núgildandi stefna, Saman gegn sóun, er birt ásamt stefnu almennri stefnu um meðhöndlun úrgangs og gildir frá 2016-2027 en er í endurskoðun og vænta má nýrrar stefnu árið 2025. Stefna ráðherra um úrgangsforvarnir fjallar um aðferðir til að auka endurnotkun og efla úrgangsforvarnir og inniheldur lýsingu á þeim ráðstöfunum sem þegar eru fyrir hendi til að minnka úrgangsmagn og leggur mat á gagnsemi tiltekinna ráðstafana. Báðar stefnur innihalda töluleg markmið í úrgangsmálum.