Önnur aðgerðaáætlun OSPAR til að takast á við rusl í Norðaustur-Atlantshafi kom út þann 28. júní 2022. Aðgerðaáætlunin nær yfir tímabilið 2022-2030.
Aðgerðaáætlunin inniheldur 25 aðgerðir sem tengjast allar áskorunum við að draga úr rusli bæði frá landi og sjó. Þar á meðal að:
- Takast á við rusl úr ám
- Fasa út fleiri einnota plasthluti
- Draga úr losun örplasts frá skipum og skipaflutningum
- Takast á við rusl frá fiskeldi og atvinnu- og frístundaveiðum
Fulltrúi Umhverfisstofnunar í gerð aðgerðaáætlunar OSPAR situr í vinnuhóp um rusl í hafi. Hópurinn fylgist einnig með þróun á magni og gerð rusls á ströndum, hafsbotni og yfirborði sjávar með reglulegri vöktun.
Sjá nánar um vöktun plastmengunar á Íslandi.
Aðgerðaáætlunin kom formlega úr á hliðarviðburði við hafráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Lissabon í Portúgal.
Sjá fréttatilkynningu frá OSPAR.
Tengt efni: