Úrgangur sem skylt er að flokka er pappír og pappi, plast, matarleifar, málmar, gler, textíll og spilliefni. Einnig er skylt að flokka garðaúrgang þegar það á við. Notuðum rafhlöðum og ónýtum raftækjum skal safna og skila sérstaklega í viðeigandi móttöku. Þar að auki er fólk hvatt til að flokka flöskur og dósir. Allt sem ekki er flokkað fellur undir blandaðan úrgang. Alls eru þetta 9 úrgangsílát (geta verið fleiri) en með góðum lausnum þurfa þau ekki að taka mikið pláss.
Fylgdu eftirfarandi skrefum til að hámarka árangur við flokkun á þínum vinnustað.
Fyrirferðamesti úrgangurinn sem myndast að jafnaði á vinnustöðum er að miklu leyti umbúðir sem eru búnar til úr pappa eða plasti.
Er hægt að semja við framleiðendur eða birgja um að fá vörurnar í:
Einnig væri hægt að nota áfyllingarþjónustu, kaupa vél í staðinn fyrir drykki í flöskum og dósum, sleppa einnota glösum og bollum og vaska upp í staðinn.
Kannaðu stöðuna á vinnustaðnum þínum og fáðu fleiri til að koma með hugmyndir að því hvernig hægt sé að koma í veg fyrir að rusl safnist upp að óþörfu.
Svo flokkun úrgangs á vinnustöðum sé farsæl er mikilvægt að umbúðir utan af matvælum séu vel þrifnar áður en þeim er hent í viðeigandi flokkunarílát. Annars er hætta á að ólykt komi úr þeim flokkunarílátum, starfsfólki til ama.
Það hvetur til flokkunar ef ílát fyrir helstu úrgangsflokka eru fallega upp sett í miðrými og/eða þar sem ruslið fellur til, t.d. pappírstunna við prentarann.
Sjá nánar: Hagnýt ráð við flokkun.
Til einföldunar er best að nota samræmdar flokkunarmerkingar fyrir ílátin sem eru öllum aðgengilegar að kostnaðarlausu. Ýmis fyrirtæki selja merkingar á sorpílát sem fylgja þessu samræmda flokkunarkerfi.
Lögbundin skylda er að nota samræmdar merkingar fyrir eftirfarandi flokka: Pappír og pappa, málma, plast, gler, lífúrgang, textíl og spilliefni.
Hér getur þú sótt samræmdar merkingar fyrir lögbundna flokka til prentunar og kynnt þér leiðbeiningar um samræmdar merkingar.