Meira þarf að borga fyrir rusl sem ekki er flokkað rétt. Ef t.d. pappakassa er hent með almennum úrgangi þarf að greiða tvisvar fyrir meðhöndlun hans; einu sinni (fyrir fram) með úrvinnslugjaldi og aftur (eftir á) fyrir að losa sig við blandað sorp í stað flokkaðs, en sorpmeðhöndlunaraðili rukkar minna fyrir flokkaðan úrgang.
Þetta eru m.a. tölvubúnaður, skjáir, snjalltæki, fjarstýringar, farsímar, brauðristar og ísskápar, ásamt snúrum og tenglum. Líkt og Úrvinnslusjóður útskýrir, þá er allt sem „gengur fyrir rafmagni, tengist með snúru og/eða virkar með rafhlöðum“ raf- og rafeindatæki og ber að flokka sem slík þegar þau úreldast eða eyðileggjast.
Þetta eru allt frá örsmáum hnapparafhlöðum í heyrnartækjum og fjarstýringum, batteríum í barnaleikföngum, rafrettum, reykskynjurum og verkfærum, yfir í stærri rafhlöður í rafhjólum og bílum. Úrvinnslusjóður fjallar ítarlega um mismunandi gerðir rafhlaða og hvar eigi að skila þeim þegar þær verða að úrgangi.