Hagnýt ráð til að spara pláss

Höfum flokkunarílátin aðgengilegri

Það hvetur starfsfólk til flokkunar að hafa flokkunarílát aðgengilegri en ílát fyrir blandaðan úrgang.

Staðsetjum ílát þar sem úrgangur fellur til

Best er að staðsetja ílát undir úrgang þar sem er líklegt að hann falli til. Til dæmis:

  • Ílát fyrir matarleifar þar sem matardiskum er skilað í matsal.
  • Ílát fyrir pappírsúrgang nálægt prenturum.
  • Ílát fyrir notaðar rafhlöður þar sem nýjar rafhlöður eru geymdar.

Góð nýting á plássi

Hægt er að festa flokkunareiningar á vegg til að nýta pláss betur eða setja upp í hillueiningar. Til að spara pláss er einnig hægt að sameina smærri úrgangsflokka í tví- eða þrískiptar tunnur. Til dæmis:

  • Málma og gler
  • Textíl og spilliefni
  • Matarleifar og blandaðan úrgang

Mest notuðu ílátin aðgengilegust

Það þurfa ekki að vera ílát fyrir alla úrgangsflokka í öllum rýmum á vinnustaðnum. Flokkar eins og málmar, gler, textíll og spilliefni þurfa oft minna pláss og geta því verið á færri stöðum eða jafnvel inni í skáp eða geymslu.

Plássfrekustu úrgangsflokkarnir eru að jafnaði plast, pappír og pappi og einnota drykkjarvöruumbúðir (skilagjaldsskyldar umbúðir). Oft þarf að gera ráð fyrir stærri ílátum fyrir þá flokka.

Þjöppunarlok

Þjöppunarlok eru sniðugur kostur til þess að þjappa úrganginum og nýta plássið í tunnunni án þess að það flæði upp úr. Þetta hentar t.d. vel fyrir plastumbúðir.